- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Þann 18. september var haldinn fræðsludagur fyrir félagsfólk í fræðslu-og frístundadeild - leikskólasviði á félagssvæði Kjalar stéttarfélags og mættu rúmlega 70 manns. Þessi hópur stóð vaktina í verkfalli 2023 og uppskar góðan fræðsludag að launum. Helstu efnistök dagsins voru fræðsla um ADHD meðal barna, könnun um líðan og samantekt úr Gallup könnun sem gerð var fyrir félagið um starfsumhverfi í leikskólum. Farið var yfir námsframboð og símenntun og að lokum yfir samskipti og kynslóðir á vinnumarkaði.
Fleiri myndir frá deginum má nálgast hér
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.