- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Verkfallsaðgerðir BSRB félaga hófust í dag hjá sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Starfsfólk tíu sveitarfélaga leggja niður störf í vikunni eða um 1500 manns vegna kjaradeilu BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólki sínu.
Sveitarfélögin tíu sem verkfallsaðgerðir vikunnar ná til eru Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Hveragerði, Árborg, Ölfus, Reykjanesbær og Vestmannaeyjar.
Um helgina lauk atkvæðagreiðslum BSRB félaga um enn frekari verkfallsaðgerðir. Því er ljóst að stígandi verður á verkfallsaðgerðum fram í júlí - og jafnvel lengur til að mynda í sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Náist ekki að semja munu verkföllin ná til um 2500 starfsmanna 29 sveitarfélaga um allt land.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB er stödd á Selfossi í dag, þar sem félagar FOSS – stéttafélags lögðu niður störf í morgun í m.a í leikskólum á Suðurlandi og höfninni í Þorlákshöfn, en ljóst er að verkfall hafnarstarfsmanna mun hafa áhrif á vöruflutninga til landsins. „Það er mikill hugur í fólkinu okkar á Suðurlandi en ég hitti mörg þeirra á fundi um verkfallsvörslu í morgun. Það er sama hvert maður kemur, fólki er heitt í hamsi og skilur ekki hvers vegna sveitarfélögin eru ekki löngu búin að leiðrétta þessa launamismunun og hækka lægstu launin.“
Frekari upplýsingar um kjaradeiluna og verkfallsaðgerðirnar má finna hér.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.