- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk á öðrum tímanum í nótt án niðurstöðu.
Víðtækar verkfallsaðgerðir BSRB í 29 sveitarfélögum hefjast í fyrramálið, mánudaginn 5. júní. Verkföllin ná m.a. til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum í 29 sveitarfélögum. Um 2500 manns taka þátt í aðgerðunum sem eru umfangsmiklar og munu raska starfsemi sveitarfélaga og lífi fólks verulega. Áhrif verkfallanna mun gæta á að minnsta kosti 150 starfsstöðvum um allt land. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja fram kröfur gagnvart sveitarfélögum landsins sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólki sínu.
„Ábyrgð okkar allra er mikil og hefur BSRB lagt fram fjölmargar tillögur til að ná sátt. Þótt eitthvað hafi þokast í samningsátt á samningafundum síðustu daga neitar Samband íslenskra sveitarfélaga enn að koma til móts við réttláta kröfu okkar um sömu laun fyrir sömu störf. Það eru gríðarleg vonbrigði að við höfum ekki náð lengra og ljóst að mikill þungi færist í aðgerðir okkar frá og með morgundeginum og þar til lausn fæst í málið,” sagði Sonja eftir fundinn.
Hægt er að skoða yfirlit yfir aðgerðir hér.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.