- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Enn færist þungi í verkföll BSRB. Þar sem ekki hefur náðst að semja bætist starfsfólk sundlauga og íþróttamiðstöðva á Vestur-, Norður-, og Austurlandi við hópinn sem þegar hefur lagt niður störf. Um helgina verður fjöldi þeirra sem taka þátt í verkfallsaðgerðum BSRB því orðinn í kringum 1700 og sveitarfélögin orðin átján sem áhrifa gætir.
Skæruverkföll verða hjá starfsfólki vinsælla sundlauga ogíþróttamiðstöðva, til að mynda í Borgarbyggð og á Akureyri, og munu þær að öllum líkindum loka dyrum sínum fyrir gestum um Hvítasunnuhelgina. Ef samningar nást ekki fyrir 5. júní bætast við sundlaugar og íþróttamiðstöðvar í enn fleiri sveitarfélögum allt þar til samningar nást.
Starfsfólk eftirfarandi sundlauga og íþróttamannvirkja leggur niður störf um Hvítasunnuhelgina:
Akureyrarbær
Dalvíkurbyggð
Fjallabyggð
Skagafjörður
Fjarðabyggð
Borgarbyggð
Snæfellsbær
Vesturbyggð
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.