Sérákvæði

Sérákvæði

Eftirfarandi eru sérákvæði KJALAR við kjarasamning Launanefndar sveitarfélaga og KJALAR FRÁ 29. maí 2005.

STAK deild

    1. grein

Sjúkraliðar sem starfa hjá stofnunum Akureyrarbæjar:

Sjúkraliði (flakkari) fær fjóra launaflokka f. næturvaktir. Í undanteknar tilvikum má greiða 4.l.fl. til sjúkraliða sem sinnir sérhæfðum verkefnum og hefur umsjón með ummönnun á sjúkra- eða dvalardeild og stýrir verkum annarra sjúkraliða og starfsmanna á öllum vöktum. Standi sjúkraliði eina hópstjóravakt á mánuði heldur hann þeim launum þann mánuð.

Sjúkraliði sem lokið hafa framhaldnámi fær 2 persónustig.

    1. grein

Viðauki við réttindi og skyldur samanber kafla 11.1, þar áður lög nr. 38/1954 samkvæmt bókun I í kjarasamningi frá 11. apríl 1997.

    1. Við ráðningu í stöðu skv. 3. gr. 1. t.l. er miðað við 18 ára aldur.
    2. Þegar staða er lögð niður skv. 14. gr. skal greiða föst laun í 6 mánuði ef starfsmaðurinn hefur minna en 10 ára þjónustu­aldur.
    3. Þegar um hópuppsagnir er að ræða skv. 15. gr. getur vinnuveitandi áskilið lengri uppsagnarfrest allt að sex mánuðum enda tilkynnist það viðkomandi starfsmönnum innan mánaðar frá því uppsagnir þeirra bárust.
    4. Við andlát starfsmanns skv. 21. gr. skal maka hans, börnum innan 16 ára aldurs eða öðrum er hann hafði á framfæri greidd föst laun starfsmannsins í þrjá mánuði.

3.grein

Bílstjórar hjá SVA skulu fá hreinsun á stökkum eða jökkum 4 sinnum á ári.

Skagafjarðardeild

Forgangur til sumarvinnu

Þeir starfsmenn sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem eru í starfi 9 – 11 mánuði á ári skulu hafa forgang til sumarvinnu, enda sæki þeir um það fyrir 1. mars.

Fæðisfé

Þrátt fyrir ákvæði liða b og c í grein 3.4.4. skulu þeir starfsmenn sveitafélags Skagafjarðar, sem ekki hafa aðgang að matstofu, fá greidda fæðispeninga.

Foreldrafundir

Starfsfólk á leikskólum fái greitt fyrir að sitja foreldrafundi utan venjulegs vinnutíma, með þeim taxta sem gildir fyrir venjulega nefndafundi hjá bænum.

Tímabil sumarorlofs

Tímabil sumarorlofs, skv. gr. 4.4.1, er frá 1. júní til 30. september.

Siglufjarðardeild

    1. grein

Hafnarvarsla á Siglufirði:

Vegna vinnu- og viðveruskyldu utan dagslegs vinnutíma komi 40% greiðsla á föst laun. Vegna notkunar eigin bifreiðar skal hafnarvörður fá greitt kílómetragjald fyrir 100 km. akstur á mánuði.

Lóðsun skipa:

Sé þess óskað að starfsmaður hafnar lóðsi skip skal greiðsla til starfsmannsins miðast við eftirfarandi:

Mælieining skips, margfölduð með bryggjugjaldseiningaverði í gjaldskrá hafna, annars vegar við komu og hins vegar við brottför.

Fastagjald 7,5% af launaflokki/þrepi hafnarvarða, annars vegar við komu og hinsvegar við brottför.

Þurfi lóðsunar við,rétt út fyrir línu sem dregin er milli Siglunestá austan fjarðarins og Djúpavogs að vestanverðu, greiðist upphæð sem samsvarar 5% af launaflokki/þrepi hafnarvarða.

    1. grein

Gildir fyrir þá sem ráðnir voru fyrir 11. mars 2001 og starfað hafa samfellt síðan:

Lágmarksorlof var 208 vinnuskyldustundir miðað við fullt ársstarf, eftir 6 ára starf 240 vinnuskyldustundir og eftir 12 ára starf 272 vinnuskyldustundir. Orlofsfé var 11,11%, eftir 6 ára starf 13,04% og eftir 12 ára starf 15,04%.

FOS Hún. deild

    1. grein

Gildir fyrir þá sem ráðnir voru fyrir 30. apríl 1997 og starfað hafa samfellt síðan:

Lágmarksorlof var 192 vinnuskyldustundir miðað við fullt ársstarf, eftir 8 ára starf eða við 40 ára aldur 216 vinnuskyldustundir, eftir 12 ára starf eða við 45 ára aldur 240 vinnuskyldustundir og eftir 15 ára starf eða við 50 ára aldur 264 vinnuskyldustundir. Orlofsfé var 10,17%, eftir 8 ára starf eða við 40 ára aldur 11,59% og eftir 12 ára starf eða við 50 ára aldur 13,04%.