Undanþágunefndir

Undanþágur frá verkfalli og undanþágunefnd, hvernig virkar hún?

Til að senda umsókn sjá neðar eftir lesturinn. 

Samkvæmt 20. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 segir um heimild til að kalla starfsmenn til vinnu: 

Sé verkfall hafið er heimilt að kalla starfsmenn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi.

Samkvæmt 21. grein sömu laga segir um undanþágunefnd: 

„Nefnd tveggja manna ákveður hverjir skulu kvaddir til starfa skv. 20. gr. Annar nefndarmanna skal tilnefndur af því stéttarfélagi sem á í verkfalli en hinn af viðsemjanda þess. Ákvarðanir um kvaðningu til vinnu skulu teknar með atkvæðum beggja nefndarmanna og eru þær endanlegar.“

Undanþágunefnd fjallar um einstök störf en ekki einstök verk sem starfsmenn taka að sér í verkfalli.

Ef starfsmaður í verkfalli er kallaður til vinnu vegna undanþágu sem samþykkt hefur verið að stéttarfélaginu getur hann ekki neitað að koma til vinnu.

Starfsmaður í vinnu á undanþágu fær greidd laun.

Undanþágunefnd er starfandi í BSRB hér er hægt að senda umsóknir