Þóra Sonja tekin til starfa á nýrri starfsstöð Kjalar í Stykkishólmi

Þóra Sonja Helgadóttir hefur hafið störf á nýrri starfsstöð Kjalar við Aðalgötu 10 í Stykkishólmi. Þóra gegnir stöðu verkefnastjóra á Snæfells- og Dalasýslu svæðinu.

Í upphafi árs - ávarp formanns Kjalar stéttarfélags


Launafólk sýnir samstöðu með almenningi í Palestínu 15. janúar


Áratuga samvinna og samstaða um starfsmat í hættu


Kjölur stéttarfélag þarf á þinni hjálp að halda!

Nú stendur yfir könnun Vörðu um stöðu launafólks. Við hvetjum alla til þess að taka þátt þar sem afar mikilvægt er að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Það tekur stuttan tíma að svara könnuninni og þeir sem svara geta komist í pott og átt kost á að vinna 40.000 króna gjafakort. Könnunin er á vegum Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og er nú lögð fyrir fjórða árið í röð. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi varðandi fjárhagsstöðu og heilsu. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina stöðu launafólks á Íslandi og berjast fyrir betri lífsskilyrðum.

Mannauðssjóðir loka á styrkveitingar vegna ferðakostnaðar og gistingar í náms- og kynnisferðum


Jólalokun á skrifstofu Kjalar

Skrifstofur Kjalar verða lokaðar á eftirfarandi dögum: 22. desember 2023 (eingöngu skrifstofa Kjalar á Ísafirði). 29. desember 2023 (allar skrifstofur Kjalar). 2. janúar 2024 (allar skrifstofur Kjalar). Við opnum aftur á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar klukkan 10.00.

Nýr starfsmaður Kjalar tekur til starfa í Stykkishólmi eftir áramót

Gengið hefur verið frá ráðningu Þóru Sonju Helgadóttur í starf verkefnastjóra á Snæfells- og Dalasýslu svæðinu sem auglýst var í vetur. Þóra hefur störf í janúar og mun hún hafa aðsetur á Aðalgötu 10 í Stykkishólmi. Hún er menntaður sjúkraliði og hefur gegnt stöðu trúnaðarmanns hjá sjúkraliðafélaginu. Einnig er hún með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Þóru velkomna til starfa.

Tryggðu þér eintak af vinnutímabókinni 2024!

Kjölur stéttarfélag gefur árlega út „Vinnutímabók“ sem er sérstaklega vinsæl meðal vaktavinnufólks og skráir það vaktir sínar í hana. Ýmsar aðrar upplýsingar má skrá í bókina, auk þess sem í henni eru ábendingar um kjaramál, upplýsingar um uppbyggingu félagsins, hlutverk trúnaðarmanna og nöfn þeirra sem hafa tekið að sér trúnaðarstörf fyrir félagið.

Lokað á skrifstofu Kjalar á Ísafirði frá 7. - 13. desember

Skrifstofa Kjalar á Ísafirði er lokuð frá 6. desember til 12. desember. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 13. desember klukkan 10:00. Skrifstofa Kjalar á Akureyri er opin og hægt er að fá þjónustu í gegnum síma 525 8383 og einnig með því að senda tölvupóst á kjolur@kjolur.is