Kosið um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Klukkan 12 í dag þann 15. júní hófst atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning sem Kjölur stéttarfélag ásamt tíu öðrum aðildarfélögum BSRB skrifuðu undir þann 10. júní sl. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og hefur borist félögum í tölvupósti. Kosningu lýkur mánudaginn 19. júní kl. 12:00.

Könnunin Sveitarfélag ársins lokar 26.júní!

Nú stendur yfir könnunin Sveitarfélag ársins. Könnunin er hluti af samstarfsverkefni bæjarstarfsmannafélaga og stéttarfélaga innan BSRB og nær til félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsumhverfi sveitarfélaganna með því að draga upp heildarmynd af starfsumhverfi og starfsánægju félagsmanna. Könnunin lokar þann 26. júní og eru allir sem fengu könnunina senda hvattir til að taka þátt og leggja þannig hönd á plóg í baráttunni fyrir betra starfsumhverfi. Þeir sem taka þátt lenda sjálfkrafa í happdrætti þar sem tíu heppnir svarendur hljóta vinning að verðmæti 10.000 kr.

Kjarasamningur undirritaðar og verkfalli aflýst


Vilja sveitarfélögin mismuna fólki?

Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. Þetta markmið er í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dómaframkvæmd um að mismunandi kjarasamningar réttlæti ekki launamun fólks í sama starfi.

Verkfallsaðgerðir stigmagnast eftir árangurslausan fund


Mikil samstaða meðal leikskólastarfsfólks í verkfalli

Í dag er þriðji dagur í verkfalli félagsmanna Kjalar sem starfa í leikskólum hjá Borgarbyggð, Skagafirði, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ og Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Mikil samstaða og kraftur hefur verið í hópunum og öflug verkfallsvarsla verið starfrækt á hverju svæði á meðan verkfallinu stendur.

Hvatt til þátttöku í könnuninni Sveitarfélag ársins

Nú stendur yfir könnunin Sveitarfélag ársins. Könnunin er hluti af samstarfsverkefni bæjarstarfsmannafélaga og stéttarfélaga innan BSRB og nær til félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsumhverfi sveitarfélaganna með því að draga upp heildarmynd af starfsumhverfi og starfsánægju félagsmanna.

Sveitarstjórnir við krefjumst jafnréttis!


Vinsælar sundlaugar í lamasessi um helgina

Skæruverkföll verða hjá starfsfólki vinsælla sundlauga ogíþróttamiðstöðva, til að mynda í Borgarbyggð og á Akureyri, og munu þær að öllum líkindum loka dyrum sínum fyrir gestum um Hvítasunnuhelgina. Ef samningar nást ekki fyrir 5. júní bætast við sundlaugar og íþróttamiðstöðvar í enn fleiri sveitarfélögum allt þar til samningar nást.

Verkfallsaðgerðir hófust í dag hjá sex sveitarfélögum til viðbótar

Verkfallsaðgerðir BSRB félaga hófust í dag hjá sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Starfsfólk tíu sveitarfélaga leggja niður störf í vikunni eða um 1500 manns vegna kjaradeilu BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólki sínu.