- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks á leikskólum í fimm sveitarfélögum á félagssvæði Kjalar, samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi. Vinnustöðvanir munu vera frá 30. maí 2023 til klukkan 23:59 fimmtudaginn 1. júní 2023.
Í Skagafirði samþykktu 100% verkfallsboðun.
Í Borgarbyggð samþykktu 85,71% verkfallsboðun.
í Stykkishólmi samþykktu 86,67%% verkfallsboðun.
Í Grundarfirði samþykktu 100% verkfallsboðun.
Í Snæfellsbæ samþykktu 100% verkfallsboðun.
Þátttaka var mjög góð í öllum sveitarfélögum eða frá 85% og upp í 100%.
„Af þessum niðurstöðum að dæma er ljóst að fólkinu okkar er misboðið og það muni ekki sætta sig við þá mismunun sem að Samband íslenskra sveitarfélaga býður upp á,“ sagði Jakobína um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar.
Búast má við frekari atkvæðagreiðslum um verkfall strax eftir helgina.