- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Um trúnaðarmenn á vinnustöðum
Á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm menn vinna er starfsmönnum heimilt að kjósa úr sínum hópi einn trúnaðarmann. Á vinnustöð þar sem fimmtíu menn eða fleiri vinna má kjósa tvo trúnaðarmenn. Trúnaðarmenn skal kjósa til tveggja ára í senn. Val trúnaðarmanna skal tilkynna vinnuveitanda og stjórn stéttarfélags þegar í stað. Heimilt er að kjósa trúnaðarmenn fyrir félagssvæði eða hluta þess vegna starfsmanna á vinnustöðvum sem ekki uppfylla skilyrði um lágmarksfjölda ( 1. mgr. 28.gr. laga nr. 94/1986)
Starf trúnaðarmanns og vinnustaðurinn
Trúnaðarmaður starfar á grundvelli laga og nýtur réttinda til að sækja fræðslu og að rækja skyldur sínar. Hann á ekki að gjalda þess í starfi að hann hafi valist til trúnaðarstarfa. Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum og starfar í umboði félagsmanna sem starfa með honum. Hann stendur þó aldrei einn því stjórn og starfsmenn félagsins er honum til stuðnings við að leysa úr vanda sem upp kann að koma og heyra undir starfssvið félagsins. Hann safnar og eða dreifir upplýsingum fyrir stjórn félagsins.
Hefur þú áhuga á að bæta við reynslu þína og hæfni?
Hafðu áhrif á umhverfi þitt!
Hvað þarf trúnaðarmaður að hafa til að bera?...opinn og vinsamlegur, en ákveðinn?
Góður trúnaðarmaður þarf fyrst og fremst að hafa áhuga á vellíðan og starfsöryggi félaga sinna. Hann þarf að vera vakandi fyrir vinnuumhverfinu og eiga auðvelt með mannleg samskipti, hafa ríka réttlætiskennd, eiga auðvelt með samstarf og vera óhræddur við að axla ábyrgð.