Skráning á fundinn
Aðalfundur Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu verður haldinn 30. mars 2022 í Hamri Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, klukkan 17:00. Fundurinn verður bæði í stað- og fjarfundi og því þarf að skrá sig á fundinn hér: Skráning á fundinn
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðasta ári. Lagðar eru fram tillögur um lagabreytingar til samþykktar.
Dagskrá aðalfundar
- Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins á síðastliðnu ári. (Glærur af fundinum)
- Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár.
- Lagðir fram til samþykkis endurskoðaðir reikningar orlofssjóðs félagsins
- Tekin ákvörðun um tillögur til lagabreytinga(með skýringum). Heildarlög (án skýringa)
- Ákveðið árgjald félagsmanna og skipting þess milli sjóða.
- Tekin fyrir málefni starfsmenntunarsjóðs skv. reglum sjóðsins.
- Tekin fyrir málfeni Átaks- og vinnudeilusjóðs, skv. reglugerð sjóðsins.
- Samþykkt fjárhagsáætlun næsta árs.
- Önnur mál.
Skráning á fundinn