- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, sem í fyrstu hét Starfsmannafélag Neskaupstaðar, er elsta starfandi starfsmannafélag á Austurlandi. Félagið var stofnað þegar nokkrir bæjarstarfsmenn komu saman á bæjarskrifstofunni í Neskaupstað 1.nóvember 1963. Höfðu þeir þá rætt um að ástæða væri til að stofna félag sem hefði með höndum mál þeirra á ýmsum sviðum. Kjaramálin voru að sjálfssögðu mjög ofarlega á blaði hjá félaginu í upphafi og svo hefur verið síðan. Á fyrsta ári félagsins voru félagsmenn 22. Félagið sótti um aðild að BSRB og var inntaka félagsins samþykkt þann 20. nóvember 1968. Það var síðan árið 1976 sem félagið eignaðist sumarbústað í landi Skuggahlíðar í Norðfjarðarsveit, árið 1992 var keypt íbúð í Reykjavík og árið 2003 eignaðist félagið orlofshús í Kjarnaskógi innan Akureyrar.
Nú hafa tvær fyrrnefndu eignirnar verið seldar og á félagið íbúð í Lækjarsmára í Kópavogi og bústaðinn í Kjarnaskógi.
Árið 1998 var nafni félagsins breytt úr Starfsmannafélag Neskaupstaðar í Starfsmannafélag Fjarðabyggðar.
Aðalfundur STAF var haldinn þann 23. september 2021 og þá samþykktu félagsmenn að sameinast Kili stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu. Starfssvæði deildarinnar er sveitarfélagið Fjarðarbyggð, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Verkmenntaskóli Austurlands.