Aðalfundur 2023

Skráning á fundinn

Aðalfundur

Aðalfundur Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu verður haldinn 29. mars 2023 í Hamri Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, klukkan 17:00.

Fundurinn verður einnig í fjarfundi og því þarf að skrá sig á fundinn á heimasíðu félagsins: www.kjolur.is

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðasta ári, samþykkt reikninga og kosning til stjórnar til næstu þriggja ára.

Glærur fundarins

Dagskrá aðalfundar

    1. Fundur settur
    2. Skipaður fundarstjóri og fundarritari.
    3. Skýrsla stjórnar frá síðastliðnu ári og skýrsla orlofssjóðs
    4. Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár
      1. a. Félagssjóður - umræður - borið upp til afgreiðslu.
      2. b. Orlofssjóður - umræður - borið upp til afgreiðslu.
    5. Stjórnarkjöri lýst
    6. Kosinn endurskoðandi félagsreikninga og tveir skoðunarmenn og tveir til vara
    7. Kosning þriggja manna í kjörstjórn og jafnmarga varamenn
    8. Ákveðið árgjald félagsmanna og skipting þess milli sjóð
    9. Tekin fyrir málefni Fræðslusjóðs skv. reglum sjóðsins --
      1. a. Fræðslusjóður - umræða - borið upp afgreiðslu.
    10. Tekin fyrir málefni Átaks- og Vinnudeilusjóðs, skv. reglum sjóðsins.
      1. a. Átaks- og vinnudeilusjóður - umræða - borið upp til afgreiðslu
      2. b. Kosning í stjórn Átaks- og vinnudeilusjóðs, þrír aðalmenn og einn varamaður  - borið upp til afgreiðslu
    11. Samþykkt fjárhagsáætlun næsta árs.
    12. Önnur mál