- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Á Orlofsvefi Kjalar býðst félagsfólki kostakjör á gjafabréfum fyrir flug og hótel, útileigukortið og veiðikortið á niðurgreiddu verði og mikið úrval af orlofs-húsum og íbúðum vítt og breytt um landið á frábæru verði.
Orlofssjóður Kjalar stéttarfélags hefur til útleigu sjö íbúðir allt árið um kring. Fimm íbúðir í Reykjavík, eina í Kópavogi og eina á Akureyri. Íbúðirnar eru vel búnar húsgögnum og húsbúnaði. Hægt er að leigja þær í viku, helgar eða stakar nætur en þó aldrei lengur en viku hverju sinni. Frekari upplýsingar hér.
Orlofshús Kjalar eru í boði í fjórum landshlutum, þ.e. í Munaðarnesi, Húsafelli, Varmahlíð, á Eiðum, í Úlfsstaðaskógi, í Kjarnaskógi, Vaðlaheiði gengt Akureyri og í Biskupstungum. Frekari upplýsingar hér.
Fyrir frekari upplýsingar, bókanir og kaup á gjafabréfum/kortum þá þarf að skrá sig inn á Orlofsvef Kjalar.