Kjarasamningur vegna Dalbæjar, heimilis aldraða undirritaður

Undirritað hefur verið samkomulag Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og stjórnar Dvalaheimilisins Dalbæjar vegna framlengingar á þeim kjarasamning sem samkomulagið vísar til. Samkomulagið var undirritað þann 9. október sl. og gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Kosning vegna nýju samningana er nú þegar hafin. Hægt er að nálgast kjörseðil inná mínum síðum

Kynningafundur verður haldinn á Dalbæ neðri hæð kl 12:30 mánudaginn 14. október. Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar kemur og kynnir samninginn og ræðir önnur mál.