Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins vegna Orkubú Vestfjarða undirritaður

Þann 20. september síðastliðinn var skrifað undir nýjan kjarasamning Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu við Samtök atvinnulífsins vegna Orkubú Vestfjarða

Inná mínum síðum er samningurinn kynntur fyrir félagsmönnum sem starfa hjá Orkubúi Vestfjarða
Nú þegar er búið að senda samningur og kosningu í tölvupósti til félagsmanna.
 

Kjarasamningurinn, sem gildir frá og með 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028, byggir á Stöðugleikasamningum sem undirritaður var milli SA og sambanda og félaga ASÍ í mars 2024. Meginmarkmið Stöðugleikasamningsins er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta, sem er mikið hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Jafnframt er markmið samningsins að auka kaupmátt launafólks, skapa fyrirsjáanleika í efnahagslífinu, draga úr verðbólguvæntingum og styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Launahækkanir eru eftirfarandi:

Laun og launatöflur taka hlutfallshækkun, með krónutöluhækkun að lágmarki. Með mánaðarlaunum er átt við föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu.

  • 1. febrúar 2024: 3,25% eða 23.750 kr.
  • 1. janúar 2025: 3,50% eða 23.750 kr.
  • 1. janúar 2026: 3,50% eða 23.750 kr.
  • 1. janúar 2027: 3,50% eða 23.750 kr.