- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Verkfallsaðgerðir BSRB hefjast á mánudaginn. Fundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag skilaði engum árangri. Ekki hefur verið boðaður annar fundur í ljósi þess hversu langt ber á milli deiluaðila.
Formaður BSRB segir það vonbrigði að engan samningsvilja sé að skynja af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Við vonuðumst eftir einhverjum samningstón á þessum fundi en hann var ekki að finna. Það stefnir því enn í umfangsmiklar verkfallsaðgerðir um allt land eftir helgi. Um 1600 starfsmenn hafa þegar samþykkt að leggja niður störf í átján sveitarfélögum á næstu vikum og við höfum hafið undirbúning við enn frekari aðgerðir. Um er að ræða ómissandi starfsfólk í leik- og grunnskólum, frístundarmiðstöðvum, íþróttamannvirkjum og sundlaugum, mötuneytum og höfnum svo það er ljóst að áhrifin verða víðtæk,“ sagði Sonja eftir fundinn.