- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Verkföll samþykkt í sex sveitarfélögum til viðbótar
Yfirgnæfandi meirihluti systrafélaga okkar í sex sveitarfélögum, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Árborg, Ölfus, Hveragerði og Vestmannaeyjum samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslum sem lauk nú á hádegi. Því er ljóst að þungi færist í verkfallsaðgerðir BSRB félaga en verkfallsboðanir höfðu þegar verið samþykktar í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Í Hafnafirði samþykktu 95,36% verkfallsboðun
Í Reykjanesbæ samþykktu 97,97% verkfallsboðun
Í Árborg samþykktu 87,69% verkfallsboðun
Í Ölfus samþykktu 90,91% verkfallsboðun
Í Hveragerði samþykktu 91,55% verkfallsboðun
Í Vestmannaeyjum var atkvæðagreiðslan tvíþætt og samþykktu 100% verkfallsboðun í báðum atkvæðagreiðslum
Þátttaka var mjög góð í öllum sveitarfélögum eða frá 72 til 90%
Verkfallsboðun þessi nær til starfsfólks leik- og grunnskóla, frístundaheimila, mötuneyta og hafna í sveitarfélögunum.
„Félagsfólk okkar virðist hafa verið löngu tilbúið í verkföll, fólk ætlar ekki að láta þetta misrétti yfir sig ganga ofan á allt og er tilbúið til að leggja niður störf til að knýja fram réttláta niðurstöðu“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um kosninguna. „Sveitarfélögin hafa þó enn tækifæri til að sjá að sér og koma til móts við starfsfólk sitt en hingað til hefur samningsviljinn verið enginn,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Formaður BSRB.
Yfir 1500 BSRB félagar leggja því að óbreyttu niður störf í maí og júní hjá tíu sveitarfélögum. Gangi ekki að semja verður gripið til enn frekari aðgerða. Ljóst er að verkföllin munu hafa veruleg áhrif á leik- og grunnskóla, frístundarmiðstöðvar og hafnarstarfsemi.