Aðalfundi Kjalar 2025 lokið

Aðalfundur Kjalar var haldinn í gær 20. mars 2025 í Hofi á Akureyri.

Á fundinn mættu rúmlega 40 manns í sal og í streymi.

Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, flutti skýrslu stjórnar þar sem hún fór meðal annars yfir starfsemi félagsins á liðnu ári. Talaði um félagssvæðið, trúnaðarmennina sem svo sannarlega eru hornsteinar félagsins og fræðsludaginn sem haldin var síðastliðið haust fyrir félagsfólk sem starfa í leikskólum. En verið er að skoða skipulag fyrir sambærilegan dag fyrir félagsfólk í grunnskólum. Nýir kjarasamningar, 36 klukkustunda vinnuvika og hækkun á framlagi í félagsmannasjóðinn Kötlu fyrir starfsmenn sveitarfélaga er það sem stóð hvað mest uppúr á liðnu ári. Arna Jakobína fór yfir jöfnun launa og niðurstöður í könnun Varðar á stöðu félagsfólks Kjalar miðað við aðra. Hún fjallaði um kvennaárið 2025, Mannauðssjóðinn Heklu og samruna Brúar og LSA. 

Arna Jakobína fór yfir orlofssjóðinn sem festi nýlega kaup á tvemur eignum, nýtingu orlofseigna og það helsta sem gert var á síðastliðnu ári.

Lagðar voru til lagabreytingar og þær samþykktar sem og breytingar tengdar félagsgjöldum.

 

 

Anna Guðný Guðmundsdóttir rekstrarstjóri Kjalar fór yfir ársreikninga Félagssjóðs, Orlofssjóðs, Fræðslusjóðs og bar fram rekstraráátlun fyrir árið 2025. Hún Kristín Sigurðardóttir fór yfir málefni átaks- og vinnudeilisjóðs fyrir hönd stjórnar.

Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir var fundarstjóri.