- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Baráttufundur opinberra starfsmanna verður haldinn fimmtudaginn 30. janúar í Háskólabíói og verður fundinum streymt á baráttufund í Hofi Akureyri sem haldinn verður á sama tíma. Á fundunum verður þess verður krafist að viðsemjendur gangi þegar í stað til kjarasamninga við starfsfólk sitt. Tíu mánuðir eru liðnir frá því kjarasamningar losnuðu og þolinmæði okkar allra er á þrotum. Trúnaðarmenn á Sauðárkróki og Borgarnesi eru að vinna í því að finna aðstöðu til að koma saman og hlusta á fundinn og styrkja samstöðuna.
Vinnu við útfærslu á styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hjá vaktavinnufólki hélt áfram í húsnæði ríkissáttasemjara alla helgina. Verkinu miðaði hraðar áfram en áður en niðurstaða er ekki komin. Samningar eru ornir mjög snúnir við Samband sveitarfélaga þar sem þau hafa gengið frá nýju launakerfi við önnur stéttarfélög án þess að BSRB félagar eigi þar aðkomu að sem gengur auðvitað engan veginn, svo viðræður við þau hafa verið sett á frest þar til samninganefnd sveitarfélagana breytir hugarfari sínu. Ef ekki þá þarf að endurmeta kjarasamningastöðuna gagnvart þeim.