- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Stjórn Kjalar stéttarfélags kom saman til fundar þann 27. júní sl. þar sem Sigurður Arnórsson fráfarandi formaður F.O.S. Vest lét af störfum og hans í stað kemur Gunnfríður Magnúsdóttir fráfarandi varaformaður F.O.S. Vest. Sigurði eru þökkuð kærlega hans störf í þágu félagsins og Gunnfríður boðin velkomin.
Jafnframt sem stjórnin fór yfir hvernig staðan í einstökum málum í sameiningunni standa. Unnið er að setja upp rafrænt bókhald, skiptingu starfa milli skrifstofa, farið var yfir ársreikninga stéttarfélaganna fyrir árið 2021 þar sem bókhaldsleg sameining var frá áramótum.
Undirbúningur kjarasamninga kortlagður sem byrjar með trúnaðarmannafundi 26. október og ákveðið að skipuleggja vinnustaða og almenna félagsfundi. Þá verður fundur með öðrum bæjarstarfsmannafélögum í nóvember þar sem endalegar línur verða lagðar í aðdraganda kjarasamninga.
Þá var ákveðið að setja sumarhúsið Akrasel í söluferli og laust til afhendingar með haustinu.