Undirritun við sveitarfélögin

Undirskrif undir stjórn ríkissáttasemjara
Undirskrif undir stjórn ríkissáttasemjara

Undirritun kjarasamnings við Samband íslenska sveitarfélaga fór fram undir stjórn ríkissáttasemjara um áttaleytið í gærkveldi þann 20. nóvember. Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið og tekur mið af því rammasamkomulagi sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í október síðast liðinn. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 og verður kynntur félagsmönnum strax eftir helgi. Helstu breytingar eru þessar: Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%. Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en þó að lágmarki um 5,5%. Þann 1. júní 2017 kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður leiðrétt í 1,1% á milli flokka, lágmarki 2,5% hækkun sem er tryggð hverjum félagsmanni. Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2%. Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi. Desemberuppbót hækkar um 21% á samningstímanum og fer í 113.000 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 23% verða 48.000 kr. í lok samningstímans. Persónuuppbót / desemberuppbót á samningstímanum verður sem hér segir: Á árinu 2015 kr. 100.700. Á árinu 2016 kr. 106.250. Á árinu 2017 kr. 110.750. Á árinu 2018 kr. 113.000.