Fræðslusjóður Kjalar hefur það markmið að auka hæfni sjóðsfélaga og möguleika þeirra til starfsþróunar í starfi eða eftir atvikum að styrkja þá til sí- og endurmenntunar. Þannig geti sjóðsfélagar bætt við og/eða endurnýjað menntun sína og viðhaldið virði sínu á vinnumarkaði.
Hvað er styrkt?
- Nám í framhaldsskóla og nám sem eykur almenna starfshæfni til dæmis á sviði tölvutækni, sjálfsstyrkingar og tungumála er styrkhæft óháð starfi, allt að kr. 150.000.
- Lífsleikninámskeið (tómstundanámskeið) og starfsréttindanáms án beinnar tengingar við starf, allt að kr. 130.000,- á 12 mánaðar tímabili. Aldrei er þó greitt meira en sem nemur 80% af námskostnaði.
- Styrkur vegna ökuréttinda og aukinna ökuréttinda, allt að kr. 150.000,-
- Grunnnám og meistaranám á háskólastigi er styrkt, allt að kr. 75.000,- á 12 mánaðar tímabili.
- Skipulagðar ráðstefnur, náms- og kynnisferðir sem tengjast starfi, innanlands sem og erlendis, allt að kr. 130.000,- Séu sambærileg námskeið þegar í boði innanlands er ekki greiddur ferðakostnaður ef námskeiðið er haldið erlendis.
- Ferðakostnaður innanlands vegna þekkingaöflunar samkvæmt nánari skilgreiningum. Ef vegalengd frá lögheimili að námsstað eða millilandaflugvelli er lengri en 100 km eru greiddar kr. 25.000,- að hámarki á 12 mánaða tímabili. Ef vegalengd er lengri en 250 km eru greiddar allt að kr. 50.000,- að hámarki á 12 mánaða tímabili. Skila þarf inn staðfestingu á mætingu frá skóla/fræðsluaðila.
Hámarksfjárhæðir styrkja
- Félagsfólk getur að hámarki fengið allt að kr. 150.000,- í styrk á 12 mánaðar tímabili.
- Félagsfólk sem ekki hefur nýtt rétt síðustu 36 mánuði á rétt á styrk allt að 350.000,- fyrir eitt samfellt nám/námskeið samkvæmt reglum sjóðsins að uppfylltum skilyrðum 2. gr. úthlutunarreglna þessa.
Réttindi í sjóðnum
- Einungis félagsfólk Kjalar stéttarfélags getur fengið styrk úr sjóðnum og þarf það að hafa greitt félagsgjöld í a.m.k. 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum.
- Við ákvörðun styrkupphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Til þess að njóta fullra réttinda í sjóðinn þurfa félagsgjöld að vera a.m.k. kr. 20.000,-. Hlutastarfandi er veittur styrkur í hlutfalli við greidd félagsgjöld sl. 12 mánuði.
- Félagsfólk þarf að vera í starfi bæði þegar sótt er um styrk og hann notaður.
- Stjórn sjóðsins er heimilt að taka tillit til uppsafnaðra réttinda hjá öðrum sjóðum innan BSRB félaga og annarra eftir atvikum eða sérstökum samningum milli félaga.
- Félagsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli getur sótt um styrk vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt félagsgjald í einn mánuð, þó aldrei hærri upphæð en hámarksréttur segir til um.
- Félagsfólk í atvinnuleit sem greiðir stéttarfélagsgjöld getur nýtt sér áður áunninn rétt.
- Falli greiðslur í sjóðinn niður vegna veikinda, fæðinga/foreldraorlofs eða launalauss leyfis skal meðhöndla þann tíma eins og um greiðslur hafi verið að ræða svo framarlega sem ráðningarsamband sé virkt, skila þarf inn staðfestingu atvinnurekanda á því.
- Félagsfólk sem lætur af störfum vegna aldurs eða örorku heldur aðild að sjóðnum í 24 mánuði eftir að greiðslu iðgjalda lýkur.
Frekari upplýsingar um sjóðinn og ítarlegar úthlutunarreglur má finna hér.
Sótt er um styrki í fræðslusjóð í gegnum Mínar síður.