- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Undirritað var í gær þann 23. júní samkomulag um framlengingu á kjarasamningi við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu fh. Hjúkrunarheimilanna, Dalbæjar, Fellsenda, Hornbrekku og Heilsuvermdar á Akureyri.
Mánaðarlaun hækka að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um eingreiðslu að upphæð 105.000 kr. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og nær til um 150 félagsmanna Kjalar stéttarfélags.
Rafræn atkvæðagreiðsla hefst nú þegar þar er hægt að skoða samninginn en að auki verður sent út kynningarefni ásamt boði á rafræna kynningu sem verður haldin þriðjudaginn 27. júní kl. 14.00.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.