Kjarasamningur við ríkið samþykktur

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og Fjármála- og efnahagsráðherra f.h ríkissjóðs lauk kl. 09:00 í gær, 24. júní.

Kjarasamningurinn er með gildistíma frá 1. apríl 2024 – 31. mars 2028.

Fjöldi á kjörskrá voru 421. Greidd atkvæði voru 133 eða 31,59%. 119 voru samþykkir, eða 89,47%. Alls 9,77% höfnuðu samningnum og 0,75% tóku ekki afstöðu.

Niðurstaðan hefur verið tilkynnt til hlutaðeiganda og samkvæmt því ættu ríkisstarfsmenn að fá leiðréttingu nú um mánaðarmótin. Sam­kvæmt hinum nýja samningi munu mánaðar­laun hækka um að lág­marki 23.750 krónur eða 3,25% og desem­ber­uppbæltur og orlofsuppbætur hækka í takt við samninginn.