- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Nú stendur yfir könnun Vörðu um stöðu launafólks. Við hvetjum alla til þess að taka þátt þar sem afar mikilvægt er að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Það tekur stuttan tíma að svara könnuninni og þeir sem svara geta komist í pott og átt kost á að vinna 40.000 króna gjafakort.
Könnunin er á vegum Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og er nú lögð fyrir fjórða árið í röð. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi varðandi fjárhagsstöðu og heilsu. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina stöðu launafólks á Íslandi og berjast fyrir betri lífsskilyrðum.
Það tekur aðeins um 15 mínútur að svara könnuninni og ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga. Spurt er um fjárhagsstöðu, líðan, heilsufar og stöðu á húsnæðismarkaði.
Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sér um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og úrvinnslu á niðurstöðum.
Félagsfólk Kjalar hefur þegar fengið könnunina senda í tölvupósti og einnig er tilkynning á „Mínum síðum“ félagsmanna með hlekk á könnunina.