- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Konur minnka í mun meiri mæli starfshlutfall sitt til að samræma betur vinnu og heimilislíf, lengja frekar fæðingarorlof og bera mun meiri ábyrgð á samskiptum við skóla barna samkvæmt niðurstöðu spurningakönnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins meðal foreldra á Íslandi. Það hefur mikil áhrif á tekjumöguleika þeirra en atvinnutekjur kvenna er 21% lægri á ársgrundvelli en karla (Hagstofa Íslands, 2022). Konur velja sér auk þess frekar starfsvettvang til þess að auðvelda samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Þá fjárhagsstaða einhleypra foreldra er mun verra en sambúðarfólks samkvæmt niðurstöðunum.
Þrátt fyrir eina mestu atvinnuþátttöku kvenna í heiminum og að Ísland komi vel út í alþjóðlegum samanburði á jafnrétti kynjanna bera konur enn þá meiri þunga af vinnuálagi vegna heimilisstarfa og barnauppeldis. Um þriðjungur kvenna eru í hlutastarfi, langflestar til að auðvelda samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
„Það er mjög margt nýtt í skýrslu Vörðu og varpa ljósi á að við erum ekki komin jafn langt í jafnréttisbaráttunni og við höldum stundum. Það er sláandi að sjá að hlutfall kvenna sem að gegnir hlutastörfum hefur ekki haggast í nánast áratug - og að þær minnki enn við sig launaða vinnu í svo miklum mæli til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf eins og niðurstöður sýna. Konur lengja frekar fæðingarorlof en karlar, eru lengur frá vinnu til að brúa umönnunarbilið sem skapast að fæðingarorlofi loknu og um þriðjungur þeirra minnkar við sig starfshlutfall til að sinna ólaunaðri vinnu innan heimilisins. Þetta hefur allt áhrif á tekjur þeirra og möguleika í starfi og viðheldur kynjamismunun," sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um niðurstöðurnar.
Helstu niðurstöður könnunar Vörðu:
Skýrsluna er hægt að lesa í heild sinni á heimasíðu Vörðu.
Aðferðarfræði:
Í heildarúrtakinu var 4.891 einstaklingur og voru úrtökin tvö. Annars vegar var þjóðskrárúrtak meðal 1.500 foreldra sem áttu börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára. 306 þeirra svöruðu og var svarhlutfallið því 20%. Hins vegar var könnunin send á þátttakendur í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Panelúrtakið var 3.391 einstaklingur, þar af svöruðu 1.278 en 502 þeirra áttu ekki börn á tilteknu aldursbili og var heildarfjöldi svara 776 eða 27% svarhlutfall. Vigtað var eftir kyni, aldri, búsetu og menntun þar sem yngsti aldurshópurinn og fólk með grunnskólamenntun endurspeglaði ekki þýðið fullkomlega. Vigtað var eftir gögnum frá Hagstofu Íslands. Miðað var við 95% vikmörk, * = p < 0,05, ** = p < 0,01.