- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Hlutverk trúnaðarmanns er fjölbreytt og áhugavert. Stjórn Kjalar stéttarfélags hvetur alla félagsmenn til að tilnefna og kjósa trúnaðarmann á sínum vinnustað og stuðla þannig að auknu starfsöryggi og vellíðan á vinnustað. Um er að ræða gefandi starf sem felur í sér tækifæri til að bæta við sig þekkingu og reynslu á sviði starfsmannamála. Einnig gefur starfið innsýn í rekstur stofnunar og starfsemi stéttarfélaga. Trúnaðarmönnum býðst að sækja námskeið fyrir trúnaðarmenn sem Félagsmálaskóli alþýðu og BSRB sjá um. Að auki verða fræðsludagar sem félagið sér um. Trúnaðarmaðurinn gætir hagsmuna þinna
Trúnaðarmaðurinn er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustað
Vertu með - leggjum kjöl að öflugu stéttarfélagi
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.