- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Orlofsblað Kjalar 2025 er komið út og er nú aðgengilegt á heimasíðu Kjalar.
Orlofsblaðið í ár kemur einnig út í prentuðu formi og verður borið út til félagsfólks.
Þann 3. mars verður opnað fyrir bókanir félagsfólks fyrir júní og þann 1. apríl verður opnað fyrir bóknair fyrir júlí, ágúst og september. Einnig opnar 1. apríl fyrir umsóknir um "Orlof eða eigin vali"
Sú regla gildir við bóknir að "fyrstur kemur – fyrstur fær"
Í ár var fest kaup á íbúð í fjölbýlishúsinu við Sóltún 28 í
Reykjavík og kaup á annarri í fjölbýlishúsi við Geirþrúðarhaga 1 á Akureyri. Báðar koma þessar eignir inn í orlofskerfi Kjalar frá 1. maí nk. Að öðru leyti eru sömu hús og íbúðir og áður nema að Úlfstaðaskógur er ekki lengur með og nú eru komnir heitir pottar við öll hús á Eiðum við Eiðavatn.
Yfirlit yfir allar útgáfur Kjalar má finna hér.