Ráðgjafi að láni

Hér kemur myndatexti. Hann getur verið langur.
Hér kemur myndatexti. Hann getur verið langur.

Undirritaður var samstarfssamningur í dag, 12. maí, um verkefnið "Ráðgjafi að láni". Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Arna Jakobína Björnsdóttir fyrir hönd Mannauðssjóðs Kjalar og Kristín Njálsdóttir fyrir hönd Sveitamenntar árituðu samkomulagið í húskynnum Farskólans. Verkefnið snýst um að meta fræðsluþörf félaga sem eiga aðild að Kili stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Öldunnar og bjóða upp á fræðslu í framhaldinu sem sem tekur mið af þörfum einstakra félagsmanna. Einnig undirrituðu sjóðirnir samkomulag við Farskólann. Bryndís Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Farskólans mun annast greininguna á fræðsluþörf starfsmanna ásamt starfsmönnum símenntunarmiðstöðvarinnar.