Rætt um krónutöluhækkanir á aðalfundi Kjalar stéttarfélags

Auk kjaramálanna var á aðalfundinum nokkuð rætt um yfirstandandi vinnu við starfsmat en svo sem komið hefur fram er að því stefnt að henni verði lokið þegar þungi færist í kjaraviðræðurnar sjálfar. Arna Jakobína segir að þrátt fyrir markmið beggja vegna samningsborðsins á undanförnum árum um að hefja viðræður áður en samningar renni út þá virðist sú viðræðumenning rótföst að vinna við samningsgerðina fari ekki í fullan gang fyrr en samningar hafi runnið sitt skeið.

"Hjá okkur renna samningar við ríki og sveitarfélög út í lok apríl og því er þess ekki að vænta að kjaraviðræður hefjist að marki fyrr en seint í vor eða byrjun sumars. Vinna við kröfugerð Kjalar er hins vegar komin í fullan gang. Liður í því er að vinna úr gögnum frá trúnaðarmannafundum og á aðalfundinum í gær gerðum við könnun á viðhorfum fundarmanna til þess hvaða form eigi að vera á kröfunum, þ.e. krónutöluhækkanir eða prósentuhækkanir. Þar kom mjög skýrt fram sú skoðun að horfa beri til krónutöluhækkana sem skýrist af því að fjöldi félagsmanna er á lágum launum, nær ekki 350.000 kr. og fær þar af leiðandi lítið út úr prósentuhækkunum," segir Arna Jakobína. Hún segir of snemmt að spá fyrir um áhuga félagsmanna á beitingu verkfallsvopnsins en vilji félagsmanna sé skýr um að knýja fram umtalsverðar kjarabætur í komandi samningum. "Og miðað við áhuga fundarmanna í gær þá verður áherslan á krónutöluhækkanir," segir hún. 

Vinningahafar í happadrætti,
Hreinn Grétarsson tvo gistimiða á FOSS hótel
Guðmundur Skarphéðinsson tvo gistimiða á EDDU hótel
Kristín Sigurðardóttir helgardvöl að eigin vali í orlofshúsi Kjalar
Margrét Gísladóttir helgardvöl að eigin vali í orlofshúsi Kjalar
Lýdía Jósafatsdóttir aukavinningur sem var spilið "orð af orði"

Að auki voru dregin út páskaegg líkt og á öllum félagsfundum. Hér á myndinni eru vinningshafar á Sauðárkróki.