- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Hægt er að sækja um verkfallsbætur þegar annaðhvort launaseðill með skerðingu vegna verkfallsdaga liggur fyrir eða þegar skerðingin er sýnileg í vinnustund. Í umsóknarferlinu þarf að senda annaðhvort launaseðilinn með eða útskrift úr vinnustund yfir viðkomandi tímabil, sjá leiðbeiningar hér.
Um verkfallsbætur
Í verkfalli falla laun niður hjá þeim sem leggja niður störf. Líklegt er að laun verði dregin af öllu félagsfólki sem verkfall nær til vegna þeirra daga eða þess hluta dags sem þau lögðu niður störf. Félagsfólk sem vinnur í verkfalli á rétt á launum fyrir þann tíma sem það vinnur. Hver og einn félagsmaður þarf að fara fram á að fá greitt ef hann hefur verið starfandi samkvæmt undanþágulista en lendir í frádrætti af launum vegna verkfalls.
Sótt um verkfallsbætur
Aðildarfélög BSRB sem standa sameiginlega að verkfallsaðgerðum hafa ákveðið að greiddar verði 30.000 kr. fyrir hvern heilan dag sem félagsfólk leggur niður störf, miðað við 100% starfshlutfall. Staðgreiðsla skatta er tekin af verkfallsbótum.
Vandræði við innskráningu
Komi upp vandamál við innskráningu á umsóknarsíðu geta verið eðlilegar ástæður fyrir því. Félagsfólki er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins.
__________________________________