- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
„Hér á Dalbæ hefur það sem að starfsmönnum snýr gengið vel og stofnunin stóð sig til að mynda gríðarlega vel í vinnutímastyttingunni. Sú breyting gekk greiðlega fyrir sig þó flestir í okkar hópi séu í vaktavinnu,“ segir Gústaf Þórarinsson, sem verið hefur trúnaðarmaður Kjalar á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík um þriggja ára skeið.
Gústaf segir það hafa vakið athygli á fundi trúnaðarmanna Kjalar hve mikill munur sé á því hvernig vinnutímastyttingin hafi skilað sér hjá starfsmönnum ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaganna. Verulega halli á sveitarfélögin. „Ég verð að segja að það kom mjög á óvart að sjá hvernig sveitarfélögin virðast ætla að hunsa þessa styttingu,“ segir Gústaf sem segist sjálfur hafa tekið fulla vinnutímastyttingu og er ánægður með þá breytingu.