Trúnaðarmannafræðsla Kjalar stéttarfélags vorið 2025

Dagana 31.mars til 2.apríl 2025 var haldin trúnaðarmannafræðsla Kjalar stéttarfélags. Fræðslan var að þessu sinni haldin á Hótel Laugarbakka og tóku um 40 trúnaðarmenn þátt. Meðal fræðsluaðila voru Anna Steinsen eigandi og þjálfari hjá KVAN, Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, Árný Lilja Árnadóttir, sjúkraþjálfari og Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags. 

Kjölur stéttarfélag er með öfluga trúnaðarmenn sem leggja sig alla fram og er félagið mjög stolt af þeim. 

Sjá myndasafn frá fræðslunni

Samkvæmt samkomulagi um trúnaðarmenn er trúnaðarmönnum tryggð þau mikilvægu réttindi að geta sótt málþing, fundi, ráðstefnur og námskeið í allt að eina viku á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Trúnaðarmenn geta til dæmis sótt fræðslunámskeið á vinnutíma og bætt við sína þekkingu á vinnurétti. Þannig verða þeir hæfari trúnaðarmenn og öflugri, fyrir bæði starfsmenn og stéttarfélög.