- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Kjölur stéttarfélag gefur árlega út „Vinnutímabók“ sem er sérstaklega vinsæl meðal vaktavinnufólks og skráir það vaktir sínar í hana. Ýmsar aðrar upplýsingar má skrá í bókina, auk þess sem í henni eru ábendingar um kjaramál, upplýsingar um uppbyggingu félagsins, hlutverk trúnaðarmanna og nöfn þeirra sem hafa tekið að sér trúnaðarstörf fyrir félagið.
Bókarkápan í ár er einkar glæsileg en verkin sem prýða forsíðu og baksíðu eru eftir hönnuðinn Ingibjörgu Berglindi Guðmundsdóttur.
Bókin er ókeypis fyrir félagsfólk Kjalar. Pantað er á vefsíðu Kjalar og bókin er svo send í pósti. Til þess að tryggja sér eintak fyrir áramót þarf pöntun að berast fyrir 17. desember.
Umsóknarformið er hér að neðan.
Kjölfesta - mars 2024
Fjallað er um starfsemi félagsins á liðnu ári ásamt því sem rætt er við félagsfólk í fjölbreyttum störfum.