- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Aðalfundur Kjalar stéttarfélags var haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær og var vel sóttur. Ný stjórn félagsins til næstu þriggja ára var sjálfkjörin en hana skipa Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður, Árni Egilsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Ingunn Jóhannesdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Elfa Björk Sturludóttir og Lilja Rós Aradóttir en tvær þær síðastnefndu taka sæti í stjórn Kjalar í fyrsta sinn. Af stjórnarsetu létu þær Bára Garðarsdóttir og Hulda Magnúsardóttir. Varamenn í stjórn eru Haraldur Tryggvason og Ómar Örn Jónsson, sem kom í stað Jórunnar Gunnsteinsdóttur, sem hætti sem varamaður stjórnar.
Tillögur stjórnar til aðalfundar voru samþykktar, m.a. um óbreytt félagsgjald, þ.e. 1% af öllum launum. Aðrar tillögur vörðuðu félagsgjöld sjóða og þeirra starfsmanna sem starfa á grundvelli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Með sama var samþykkt að þau yrðu óbreytt.
Ársreikningur Kjalar fyrir árið 2016 var samþykktur. Hagnaður félagsins á liðnu ári nam tæplega 4,6 milljónum króna. Eignir félagsins í árslok voru rúmlega 66 milljónir, bókfært eigið fé rúmlega 63 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 96%. Sjóðir félagsins skiluðu sömuleiðis hagnaði á liðnu ári. Félagið býr því við sterka stöðu um þessar mundir.
Myndir frá vinnudegi trúnaðarmanna 29. til 30. mars 2017