- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Sameiginleg samninganefnd bæjarstarfsmannafélaga* í BSRB hafa vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara vegna viðræðna við Samband íslenskra sveitarfélaga. Viðræðurnar hafa staðið yfir í nokkra mánuði vegna endurnýjunar kjarasamninga sem taka til um 7000 félagsfólks í félögunum sem starfa um land allt. Samninganefndin telja að samkomulagi milli aðila verði ekki náð án milligöngu ríkissáttasemjara. Samhliða hefur BSRB farið fyrir sameiginlegum málum félaganna líkt og útfærslu á vinnutíma, þ.e. vaktavinnu og dagvinnu sem sést nú fyrir endann á en enn er langt á milli aðila þegar kemur að jöfnun launa milli markaða.
Af viðræðum við aðra viðsemjendur ber helst að viðræður þokast hægt áfram við ríkið. Viðræður eru hafnar við SA vegna Orkubú Vestfjarða og Norðurorku og næstu fundir verða í lok næstu viku. Ekki er búið að hefja viðræður við aðra viðsemjendur, Dalbæ, Fellsenda og fleiri.
*Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónusta
Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu
Starfsmannafélag Garðabæjar
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Starfsmannafélag Húsavíkur
Starfsmannafélag Kópavogs
Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
Starfsmannafélag Suðurnesja
Starfsmannafélag Vestmannaeyja