- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
„Ég fór strax í djúpu laugina í trúnaðarmannshlutverkinu, fékk vinnutíma- styttinguna í fangið og þurfti að sökkva mér ofan í það mál. Þegar upp var staðið gekk vinnutímastyttingin mjög vel upp á mínum vinnustað og hjá okkur er komin full stytting. Mér finnst hún skila miklu,“ segir Valdimar Pálsson, trúnaðarmaður Kjalar stéttarfélags í Sundlaug Akureyrar.
Valdimar sat nú sitt fyrsta trúnaðarmannanámskeið og segist hafa lært mikið.
„Það var mjög gott að fá fyrirlestra um fjölbreytt efni, t.d. að átta sig betur á hvar hægt er að nálgast upplýsingar og fleira. Svona námskeið eru alveg nauðsynleg, trúnaðarmenn bera saman bækur sínar og geta þannig hjálpað hverjir öðrum, ekki síst í máli eins og vinnutímastyttingunni. Og svo er auð- vitað mikilvægt að geta hist augliti til augliti og spjallað saman.“