02.05.2023
Fréttir
Ekki tókst að leysa þann hnút sem er á kjaraviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi samninganefnda hjá ríkissáttasemjara í morgun. Ekki hefur verið boðað til fleiri funda að svo stöddu.
Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum sveitarfélögum þann 15. maí svo knýja megi fram sanngjarna.
Sveitarfélögin hafa þó enn tækifæri til að sjá að sér áður en verkföll hefjast. Félagar í BSRB um allt land standa saman og standa keik í þessari baráttu enda erum við að verja grundvallarrétt launafólks um sömu laun fyrir sömu störf!
02.05.2023
Fréttir
Það er fjarstæðurkennt að árið 2023 séu kjarasamningsviðræður 11 aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í svo hörðum hnút að grípa þurfi til verkfalla til að knýja fram sömu laun fyrir sömu störf. Sveitarfélög landsins, sem berja sér á brjóst fyrir jafnlaunaaðgerðir eru einbeitt í að mismuna fólki. Óheiðarleiki, skortur á fagmennsku og þekkingarleysi á lögfræðilegum grundvallaratriðum einkenna framkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það er orðið tímabært að sveitastjórnarfólk spyrji sig hvers vegna öll aðildarfélög BSRB hafi fyrir mánuði síðan lokið við gerð kjarasamninga við ríki og Reykjavíkurborg án átaka.