Fréttir

Sveitarstjórnir við krefjumst jafnréttis!


Vinsælar sundlaugar í lamasessi um helgina

Skæruverkföll verða hjá starfsfólki vinsælla sundlauga ogíþróttamiðstöðva, til að mynda í Borgarbyggð og á Akureyri, og munu þær að öllum líkindum loka dyrum sínum fyrir gestum um Hvítasunnuhelgina. Ef samningar nást ekki fyrir 5. júní bætast við sundlaugar og íþróttamiðstöðvar í enn fleiri sveitarfélögum allt þar til samningar nást.

Verkfallsaðgerðir hófust í dag hjá sex sveitarfélögum til viðbótar

Verkfallsaðgerðir BSRB félaga hófust í dag hjá sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Starfsfólk tíu sveitarfélaga leggja niður störf í vikunni eða um 1500 manns vegna kjaradeilu BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólki sínu.

Enn frekari verkföll BSRB samþykkt um land allt

Kl 11 í dag lauk atkvæðagreiðslu um frekari verkfallsaðgerðir BSRB félaga um allt land* vegna kjaradeilu BSRB við sveitarfélög landsins.

Kosið um frekari verkföll um allt land

Í gær þann 16. maí hófst atkvæðagreiðsla um enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu Kjalar og 10 annara aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Sömu laun fyrir sömu störf!

Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%.

Starfsfólk leikskóla í fimm sveitarfélögum samþykkja verkfall


Verkföll hefjast á mánudag eftir árangurslausan fund


Starfsfólk sundlauga samþykkti verkfall um Hvítasunnuhelgina


Sömu laun fyrir sömu störf!

Sveitarfélög landsins eru að mismuna starfsfólki sínu, fólki sem vinnur sömu eða sambærileg störf, jafnvel inni á sömu vinnustöðum, með þeim afleiðingum að sumir eiga að sætta sig við 25% minni launahækkun en aðrir. Þannig er starfsfólki gert að horfa upp á það að vinnufélagar þeirra, í nákvæmlega sömu vinnu, fái launahækkun frá 1. janúar, en það sjálft ekki fyrr en 1. apríl.