16.08.2023
Félagsfólk Kjalar sem hefur verið starfandi síðustu 6 mánuði fyrir fæðingu barns og hefur gildan ráðningarsamning við upphaf fæðingarorlofs á rétt á styrk. Við útreikning upphæðar er miðað við greidd iðgjöld í sjóðinn síðustu 12 mánuði, ef iðgjaldaupphæð nær 33.000 kr. Er styrkurinn 240.000 kr. Nái iðgjaldaupphæðin ekki þessu marki lækkar styrkurinn hlutfallslega miðað við inngreidd iðgjöld.
27.07.2023
Fréttir
Við viljum vekja athygli á framlengdum skráningarfresti til 20. ágúst fyrir fjölbreytt tölvunámskeið hjá Starfsmennt. Námskeiðin eru kennd í fjarnámi og er upphaf þeirra valfrjálst. Félagsfólk Kjalar getur sótt námskeiðin að kostnaðarlausu.
20.07.2023
Fréttir
Á orlofsvef Kjalar býðst félagsfólki kostakjör á gjafabréfum fyrir flug og hótel, útileigukortið og veiðikortið á niðurgreiddu verði og mikið úrval af orlofs húsum og íbúðum vítt og breytt um landið á frábæru verði.
05.07.2023
Nú stendur yfir könnunin Sveitarfélag ársins. Könnunin er hluti af samstarfsverkefni bæjarstarfsmannafélaga og stéttarfélaga innan BSRB og nær til félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsumhverfi sveitarfélaganna með því að draga upp heildarmynd af starfsumhverfi og starfsánægju félagsmanna.
Könnunin lokar þann 10. júlí og eru allir sem fengu könnunina senda hvattir til að taka þátt og leggja þannig hönd á plóg í baráttunni fyrir betra starfsumhverfi. Þeir sem taka þátt lenda sjálfkrafa í happdrætti þar sem tíu heppnir svarendur hljóta vinning að verðmæti 10.000 kr.
05.07.2023
Nýlega féll dómur í Félagsdómi þar sem viðurkennd var krafa Kjalar fyrir hönd félagsmanns þess að honum yrði greiddur ferðakostnaður vegna ferða til og frá vinnu. Í kjarasamningi segir að hefjist vinnutími starfsmanns eða hann er kallaður til vinnu á þeim tíma sem almenningsvagnar ganga ekki skuli honum séð fyrir ferð eða greiddur ferðakostnaður. Umræddur félagsmaður bjó á Þingeyri en starfaði hjá Ísafjarðarbæ. Kjölur taldi félagsmann sinn eiga skýlausan rétt til greiðslu ferðakostnaðar og var það að lokum samþykkt í samstarfsnefnd aðila en þá taldi Ísafjarðarbær sér heimilt að greiða samkvæmt kílómetragjaldi Sjúkratrygginga Íslands en ekki samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins. Kjölur mótmælti þessu og stefndi málinu fyrir Félagsdóm.
03.07.2023
Fréttir
Skrifstofa Kjalar á Akureyri verður lokuð fimmtudaginn 6. júlí vegna viðhalds orlofshúsa. Skrifstofa Kjalar á Grundarfirði verður opin sem og almenn símsvörun og þjónusta í gegnum tölvupóst. Skrifstofa Kjalar á Akureyri opnar aftur föstudaginn 7. júlí kl 10:00.
28.06.2023
Fréttir
Kosningu um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kjalar við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) lauk í dag. Samningurinn sem nær til félagsfólks Kjalar sem starfar við Hjúkrunarheimilin Fellsenda, Dalbæ, Hornbrekku og Heilsuvernd á Akureyri var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða.
28.06.2023
Fréttir
Vegna sumarleyfa starfsfólks Kjalar þá verða skrifstofur Kjalar lokaðar á eftirfarandi tímabilum í sumar:
Skrifstofa Kjalar á Akureyri verður lokuð frá og með 24. júlí og opnar aftur 14. ágúst.
Skrifstofa Kjalar á Ísafirði verður lokuð frá og með 6. júlí og opnar aftur 24. ágúst.
Skrifstofa Kjalar á Grundarfirði verður lokuð frá og með 17. júlí og opnar aftur 8. ágúst.
Símsvörun og þjónusta í gegnum tölvupóst verður opin þrátt fyrir sumarlokanir skrifstofanna. Síminn verður opinn mánudaga - fimmtudaga frá 10:00-16:00 og föstudaga frá 10:00-13:00.
27.06.2023
Fréttir
NTR Ráðstefnan, Nordisk Tjänstemannsråd, fór fram í Reykjavík dagana 25. til 27. júní á Hilton Reykjavík Nordica. NTR eru samtök bæjarstarfsmanna á Norðurlöndum og rúmlega 100 fulltrúar frá Íslandi, Færeyjum Noregi, Svíþjóð og Danmörku tóku þátt.