08.03.2024
Fréttir
Til hamingju með daginn!
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og það er ótrúlegt að hugsa til þess að við sem búum í besta landi heims hvað varðar lýðræði, frelsi og velferð erum enn ekki búin að ná tilætluðum árangri í launajafnrétti, misrétti og ofbeldi gagnvart konum, bæði hvað varðar stöðu þeirra og störf.
Konur eru oft með aukna ábyrgð á sínum herðum þar sem þær bera meiri þunga af þriðju vaktinni innan heimilanna ásamt því að vera í starfi utan heimilisins. Þá eru konur einnig líklegri til að vinna í tímabundnum stöðum og í hlutastarfi til að ná að sinna öllum þeim ríkulegu skyldum sem á þeim hvílir. Konur standa þar af leiðandi oftar verr en karlar þegar litið er til áunna lífeyrisréttinda.
27.02.2024
Orlofsblað Kjalar er komið út og er aðgengilegt á heimasíðu Kjalar. Blaðið kemur eingöngu út í rafrænni útgáfu.
Klukkan tíu þann 2. apríl verður opnað fyrir umsóknir félagsfólks um orlofshús og orlofsíbúðir Kjalar fyrir sumarorlofstímabilið 31. maí - 6. september. Úthlutun er með sama sniði og í fyrra, fyrstur kemur – fyrstur fær.
05.02.2024
Fréttir
Þóra Sonja Helgadóttir hefur hafið störf á nýrri starfsstöð Kjalar við Aðalgötu 10 í Stykkishólmi.
Þóra gegnir stöðu verkefnastjóra á Snæfells- og Dalasýslu svæðinu.
10.01.2024
Fréttir
Nú stendur yfir könnun Vörðu um stöðu launafólks. Við hvetjum alla til þess að taka þátt þar sem afar mikilvægt er að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Það tekur stuttan tíma að svara könnuninni og þeir sem svara geta komist í pott og átt kost á að vinna 40.000 króna gjafakort.
Könnunin er á vegum Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og er nú lögð fyrir fjórða árið í röð. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi varðandi fjárhagsstöðu og heilsu. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina stöðu launafólks á Íslandi og berjast fyrir betri lífsskilyrðum.
13.12.2023
Fréttir
Skrifstofur Kjalar verða lokaðar á eftirfarandi dögum:
22. desember 2023 (eingöngu skrifstofa Kjalar á Ísafirði).
29. desember 2023 (allar skrifstofur Kjalar).
2. janúar 2024 (allar skrifstofur Kjalar).
Við opnum aftur á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar klukkan 10.00.
13.12.2023
Fréttir
Gengið hefur verið frá ráðningu Þóru Sonju Helgadóttur í starf verkefnastjóra á Snæfells- og Dalasýslu svæðinu sem auglýst var í vetur.
Þóra hefur störf í janúar og mun hún hafa aðsetur á Aðalgötu 10 í Stykkishólmi.
Hún er menntaður sjúkraliði og hefur gegnt stöðu trúnaðarmanns hjá sjúkraliðafélaginu. Einnig er hún með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.
Við bjóðum Þóru velkomna til starfa.