Fréttir

Nýr starfsmaður Kjalar tekur til starfa í Stykkishólmi eftir áramót

Gengið hefur verið frá ráðningu Þóru Sonju Helgadóttur í starf verkefnastjóra á Snæfells- og Dalasýslu svæðinu sem auglýst var í vetur. Þóra hefur störf í janúar og mun hún hafa aðsetur á Aðalgötu 10 í Stykkishólmi. Hún er menntaður sjúkraliði og hefur gegnt stöðu trúnaðarmanns hjá sjúkraliðafélaginu. Einnig er hún með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Þóru velkomna til starfa.

Tryggðu þér eintak af vinnutímabókinni 2024!

Kjölur stéttarfélag gefur árlega út „Vinnutímabók“ sem er sérstaklega vinsæl meðal vaktavinnufólks og skráir það vaktir sínar í hana. Ýmsar aðrar upplýsingar má skrá í bókina, auk þess sem í henni eru ábendingar um kjaramál, upplýsingar um uppbyggingu félagsins, hlutverk trúnaðarmanna og nöfn þeirra sem hafa tekið að sér trúnaðarstörf fyrir félagið.

Lokað á skrifstofu Kjalar á Ísafirði frá 7. - 13. desember

Skrifstofa Kjalar á Ísafirði er lokuð frá 6. desember til 12. desember. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 13. desember klukkan 10:00. Skrifstofa Kjalar á Akureyri er opin og hægt er að fá þjónustu í gegnum síma 525 8383 og einnig með því að senda tölvupóst á kjolur@kjolur.is

Skil á gögnum

Vegna vinnslu á umsóknum félagsfólks hefur verið settur lokafrestur vegna skila á umsóknum og fylgiskjölum eigi að koma til útgreiðslu styrkja fyrir áramót. Skil til Styrktarsjóðs BSRB: 15. desember 2023 Skil vegna umsókna á skrifstofu Kjalar: 20. desember 2023  

Mundu eftir desemberuppbótinni!

Desemberuppbót er eingreiðsla sem ber að greiða þann 1. desember samkvæmt kjarasamningum. Upphæðin ákvarðast af starfstíma og starfshlutfalli. Við hvetjum félagsfólk okkar til að fylgjast með hvort desemberuppbótin verði greidd. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert.

Konur draga úr launaðri vinnu til að sinna ólaunuðum störfum innan veggja heimilisins

Konur minnka í mun meiri mæli starfshlutfall sitt til að samræma betur vinnu og heimilislíf, lengja frekar fæðingarorlof og bera mun meiri ábyrgð á samskiptum við skóla barna samkvæmt niðurstöðu spurningakönnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins meðal foreldra á Íslandi. Það hefur mikil áhrif á tekjumöguleika þeirra en atvinnutekjur kvenna er 21% lægri á ársgrundvelli en karla (Hagstofa Íslands, 2022). Konur velja sér auk þess frekar starfsvettvang til þess að auðvelda samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Þá fjárhagsstaða einhleypra foreldra er mun verra en sambúðarfólks samkvæmt niðurstöðunum.

Mótmæla harðlega yfirtöku á starfsmatinu í ályktun á landsfundi


Skrifstofa Kjalar á Grundarfirði lokuð tímabundið

Skrifstofa Kjalar á Grundarfirði er lokuð frá með deginum í dag 30. október á meðan unnið er að ráðningu starfsmanns á svæðinu. 

Kvennaverkfall 24. okt - skrifstofur Kjalar verða lokaðar

Kvennafrídagurinn er á morgun, þriðjudaginn 24. október, en 48 ár eru síðan konur lögðu niður störf í fyrsta sinn til þess að berjast fyrir jöfnum kjörum. Boðað er til samstöðufunda um allt land undir yfirskriftinni Kallar þú þetta jafnrétti? Í ár er gerð krafa um að störf kvenna verði metin að verðleikum og að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt.

Sveitarfélög ársins 2023 útnefnd

Viðburðurinn Sveitarfélag ársins 2023 fór fram þann 12.október, þar sem niðurstöður könnunarinnar voru kynntar og fjögur sveitarfélög voru útnefnd Sveitarfélög ársins. Útnefningin er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks 10 bæjarstarfsmannafélaga hjá sveitarfélögum á þeirra félagssvæðum og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Þetta er annað árið í röð sem slík könnun er gerð og þeim sveitarfélögum veitt viðurkenning sem skara fram úr. Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur hnepptu fyrsta sætið annað árið í röð. Sveitarfélagið Bláskógabyggð var í öðru sæti og var þetta annað árið í röð sem þau hljóta nafnbótina. Sveitarfélagið Vogar var í þriðja sæti og Skagaströnd í því fjórða.